Um mig

Ég heiti Jóna Dögg og verið hjartanlega velkomin á vefinn minn.

Ég elska sólina, ketti, jóga, vefhönnun, föndur, ferðast, elda og njóta, ekkert í sérstakri röð. Lífið getur verið svo skemmtilegt ef maður staldrar aðeins við og leyfir sér að njóta.

Ég er menntaður jógakennari, með 500 tíma jóganám að baki. Ég útskrifaðist fyrst með RYT200 jógakennararéttindi vorið 2019 frá Amarayoga í Hafnarfirði, undir handleiðslu Ástu Maríu Þórarinsdóttur eiganda. Ég byrjaði síðan í framhaldsnámi hjá Amarayoga haustið 2019 en náði ekki alveg að ljúka önninni þar sem aðstæður breyttust hjá mér. Í lok janúar 2020 fór ég til Indlands og lauk þar framhaldsnáminu, 300 Hour Yoga Teacher Training hjá Om Shanti Om Yoga Ashram í Rishikesh og bætist þá við RYS300, skráð hjá Yoga Alliance, USA.

Ég hef einnig lokið 50 klst námi í Yin Fascial Yoga hjá Betu Lisboa og 20 klst námi í Yoga Nidra hjá Matsyendra.

Þá er ég einnig löggiltur jóga Trapeze kennari og fékk kennararéttindi í því haustið 2019.

Ég býð upp á rauðvínsjóga fyrir hópa allt frá 5-20 manns en ég prófaði í fyrsta sinn að halda rauðvínsjóðga á Menningarnótt við góðar viðtökur í Hafnarhúsinu.

Ég er lærður vefhönnuður, með diplóma frá Nordic Multimedia Academy í Kolding í Danmörku frá árinu 2006, og hef starfað sem slíkur allar götur síðan.

1 reply to Um mig

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s