Um mig

Ég heiti Jóna Dögg og verið hjartanlega velkomin á vefinn minn.

Ég elska sólina, ketti, jóga, vefhönnun, föndur, ferðast, elda og njóta, ekkert í sérstakri röð. Lífið getur verið svo skemmtilegt ef maður staldrar aðeins við og leyfir sér að njóta.

Ég er menntaður jógakennari, með samtals 675 tíma kennaranám að baki. Ég útskrifaðist fyrst með CYT-200 jógakennararéttindi vorið 2019 frá Amarayoga í Hafnarfirði, undir handleiðslu Ástu Maríu Þórarinsdóttur eiganda. Ég byrjaði síðan í framhaldsnámi hjá Amarayoga haustið 2019 en náði ekki alveg að ljúka önninni þar sem aðstæður breyttust hjá mér. Í lok janúar 2020 fór ég til Indlands og lauk þar framhaldsnáminu, 300 Hour Yoga Teacher Training hjá Om Shanti Om Yoga Ashram í Rishikesh og bætist þá við CYS-300, skráð hjá Yoga Alliance, USA.

Ég hef einnig lokið kennaranámi í:

  • 30 klst námi í liðleika þjálfun (Flexibility Coach Training – áður kallað Gravity Yoga) hjá Lucas Rockwood í Barcelona í júlí 2021.
  • 50 klst námi í Yin Fascial Yoga hjá Betu Lisboa í september 2020.
  • 20 klst námi í Yoga Nidra hjá Matsyendra í ágúst 2020.
  • 75 klst námi í Yoga Trapeze hjá Lucas Rockwood, bæði í online námi og einnig 4 daga námskeið í Barcelona í september 2019.

Ég býð upp á einkatíma í yoga hér á Tenerife south en einnig vínsjóga fyrir hópa allt frá 5-20 manns en ég prófaði í fyrsta sinn að halda rauðvínsjóðga á Menningarnótt við góðar viðtökur í Hafnarhúsinu.

Ég er lærður vefhönnuður, með diplóma frá Nordic Multimedia Academy í Kolding í Danmörku frá árinu 2006, og hef starfað sem slíkur allar götur síðan.

1 reply to Um mig
  1. Til hamingju með þetta Jóna Dögg mín,þú ert dugnaðarforkur,gangi þér allt vel elskan, 🙂

Leave a Reply