Um mig

Ég heiti Jóna Dögg og verið hjartanlega velkomin á vefinn minn.

Ég elska sólina, ketti, jóga, vefhönnun, föndur, ferðast, elda og njóta, ekkert í sérstakri röð. Lífið getur verið svo skemmtilegt ef maður staldrar aðeins við og leyfir sér að njóta.

Ég er menntaður jógakennari, en ég útskrifaðist með RYT200 jógakennararéttindi vorið 2019 frá Amarayoga í Hafnarfirði, undir handleiðslu Ástu Maríu Þórarinsdóttur eiganda. Ég er einnig búin að skrá mig í framhaldsnám hjá Amarayoga sem hefst í haust, það er að segja 300 tímar til viðbótar. Og útskrifast þá vorið 2021 með RYT500 jógakennararéttindi.

Í augnablikinu er ég á online námskeiði í Yoga Trapeze hjá YB Yoga Teachers Collage í Barcelona og er svo á leið til þeirra í september til að ná mér í vottun um að ég sé löglegur Yoga Trapeze leiðbeinandi.

Í dag vinn ég sem vefhönnuður hjá Kosmos & kaos og er búin að vera þar í rúm tvö ár en var þar á undan hjá öðru veffyirtæki í 9 ár. Svo ég hef verið viðriðin vefbransan ansi lengi. En ég er menntuð í margmiðlunarhönnun, með diplóma frá Nordic Multimedia Academy í Kolding, Danmörku frá árinu 2006.

Ein fluga sem ég er búin að ganga með í höfðinu í svolítinn tíma er Rauðvínsjóga, en mér datt í hug að gera það loksins að veruleika nú í sumar. Til að kynna þetta verð ég með tvo tíma á Menningarnótt í Hafnarhúsinu á Tryggvagötunni. Það verður frítt að vera með en 20 manns munu komast að í hvorn tímann. Fyrstur kemur, fyrstur nær dýnu 🙂 Rauðvínið verður í boði Vínnes sem er að aðstoða mig í þessu til að gera þetta að veruleika. Er svo þakklát fyrir stuðninginn. 

Sjá viðburðinn hér á Facebook.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s