Jóga með Jónu

Ég kenni hatha yoga, yogaflæði (vinyasa), yin yoga og bandvefslosun (yin með nuddboltum) ásamt yoga nidra (liggjandi hugleiðsla).

Ég kenni á eftirfarandi stöðum: Yoga&Heilsa í Síðumúla 15, Yoga Líf í Hlíðarsmára 17, Kópavogi og Yogavitund á Garðatorgi í Garðabæ.

☯️ „Yoga hjálpar mér við að ná innri ró og vera í meira sambandi við líkamann minn og andlega líðan. Ekki skemmir fyrir að afleiðingarnar eru einnig sterkari og liðugri líkami.“

☯️ „Ég kenni hatha yoga, yoga nidra og yin yoga. Ég er einnig með kennararéttindi í Yoga Trapeze en er ekki að kenna það í augnablikinu.“

☯️ „Allar stöður á hvolfi eru í miklu uppáhaldi útaf virkni þeirra. En þær létta á stressi og streitu og geta aukið smá bilið milli hryggjarliðanna sem getur minnkað bólgur í baki. Hvolf stöður geta vera eins og standandi frambeygja, niður hundurinn, höfuðstaða, handstaða svo eitthvað sé nefnt, ásamt ýmsum hangandi stöðum úr rólunni í Yoga Trapeze.“

☯️ „Ég stunda ekki bara yoga heldur ýmsa aðra hreyfingu og þar á meðal kickbox. Mörgum finnst það fyndið þar sem það er ekkert yogalegt við það vera að sparka og kýla, en ég segi alltaf að það þurfi að vera jafnvægi í öllu og ég næ meira jafnvægi með útrás í kickboxi nokkrum sinnum í viku.“