
Rauðvín gott! Jóga gott!
Afhverju ekki að blanda því saman og upplifa innri frið og ró á nýjan hátt í núvitun?
Fyrir hverja og hvernig jóga?
Rauðvínsjóga er tilvalið fyrir saumaklúbbinn, árshátíðina eða hvenær sem hópur vill slá á létta strengi og gera eitthvað saman.
Rauðvínsjóga er frekar rólegt jóga og ættu allir, sama í hvernig formi þeir eru, að geta verið með. Í hefðbundnum jógatíma gerir hver og einn eins og hann getur og hlustar á eigin líkama. Rauðvínsjóga er alveg eins, nema við höfum rauðvínsglas við hönd sem gerir þetta að skemmtilegu tvisti þar sem við fáum okkur sopa inn á milli.
Tíminn er 60 mínútúr og mæti ég til ykkar með jógadýnur, glös og rauðvín. Hópurinn getur verið á bilinu 5-20 manns og miðast verð við fjölda.
Hafðu samband við mig til að bóka eða spyrja að einhverju nánar.
Hvaðan kemur rauðvínsjóga?
Rauðvínsjóga er hugmynd sem ég var búin að vera að pæla í ábyggilega rúm 2 ár og lét verða að veruleika í fyrsta skipti á Menningarnótt 2019, við góðar undirtektir. Sjá nánar hér um viðburðinn.
