Mikið svakalega var gaman hjá mér á Menningarnótt þegar ég fékk að halda rauðvínsjóga fyrir gesti og gangandi í Hafnarhúsinu í Tryggvagötu. Takk kærlega Listasafn Íslands og Vínnes fyrir aðstoða mig við að láta þetta verða að veruleika.
Ég var með tíma klukkan 17:30 og aftur 19:00 og var nær fullt í báða tímana. Eitt glas af Adobe lífrænt ræktaða rauðvíninu fylgdi hverri dýnu og passaði þetta alveg fullkomlega saman með rólegum teygjum. Fólk var líka alveg tilbúið að taka eina jafnvægisstöðu í lokin þegar langt var liðið á glasið og fékk það alla til að flissa og hafa gaman.
Tímarnir voru þó aðeins styttri en hefðbundinn jógatími eða 45 mínútúr, en nú þegar hægt er að bóka mig í rauðvínsjóga þá verður tíminn 60 mínútúr og ég mæti með dýnur, glös og rauðvín. Sjá nánar hér.