Næsta Yoga Nidra námskeið fer af stað þriðjudaginn 21. febrúar og verður að þessu sinni þrjár vikur, kennt 2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20-21.
Námskeiðið hentar einkar vel þeim sem eru að prófa Yoga Nidra í fyrsta skipti en einnig þeim sem eru vönum.
Yoga Nidra er form af hugleiðslu þar sem iðkandinn liggur og lætur fara vel um sig og er leiddur inn í djúpa slökun. Þessi tegund af hugleiðslu getur hjálpað til við að losa um streitu, bæta svefn, ná tökum á kvíða, þunglyndi og ýmsum einkennum kulnunar meðal annars.
Yoga Nidra hefur verið kallað svefn jóganna þar sem nidra þýðist beint sem svefn. En ólíkt svefni er Yoga Nidra meðvituð djúp slökun þar sem hugurinn er í ástandi milli svefns og vöku. Einmitt í því ástandi er hægt að koma meira jafnvægi á hugann, losa hann undan neikvæðu hugsanamynstri, minnka stress og streitu, og létta á ýmsum líkamlegum kvillum sem fylgja auknu álagi í hraða og annríki nútímans. Þegar við komumst úr áreiti hugans og niður í undirmeðvitundina þá gefum við líkamanum okkar frið til að heila sig og endurnærast.
Uppbygging námskeiðisins:
Vika 1 – Kynnast Yoga Nidra og hlusta á hjartað
Vika 2 – Innri ró
Vika 3 – Líkamsvitun & tilfinningar
Innifalið: Tveir tímar á viku í 3 vikur, aðgangur í alla opna tíma í stundaskrá hjá Yoga&Heilsa.
Allur búnaður er á staðnum en iðkendur geta haft sinn eigin búnað með sér, svo sem jógadýnu og teppi og jafnvel kodda.
Skráning og nánari upplýsingar inn á vef Yoga&heilsa.
