Metal & Whiskey yoga á Eistnaflugi 2022

Herrar mínir og frúr, já þið lásuð rétt! Það verður Metal & Whiskey yoga á Eistnaflugi í ár. Að minnsta kosti verða tveir tímar í boði, bæði föstudag og laugardag kl. 14. Ef það fyllist strax þá verður annar tími rétt á eftir allavega á föstudeginum.

Eistnaflug er haldið eins og vanalega á Neskaupsstað fyrir austan og stendur hátíðin yfir frá fimmtudeginum 7. júlí til laugardagsins 9. júlí.

Fyrir hverja?

Fyrir alla þá sem hafa gaman af metal tónlist, yoga, whiskey og bara þá sem vilja prófa eitthvað nýtt!

Tímarnir verða þannig uppbyggðir að þeir henta öllum, konum og köllum! Engin þörf á einhverri kunnáttu í yoga eða whiskey drykkju. Bara mæta og hafa gaman.

Tímarnir verða fríir fyrir alla sem eru með armband á hátíðinni.

Helstu upplýsingar

Klukkan hvað: Tímarnir byrja kl. 14 föstudag og laugardag
Hvar: Neskaupsstað… nánari staðsetning verður auglýst fljótlega.
Þarf eitthvað með? : Neibb… bara þig í góðu skapi og kannski í buxum sem teygjast aðeins… gallabuxur gætu rifnað!

Allir sem taka þátt fá yogadýnu lánaða og glas af Jack Daniels Whiskey með!

Eventinn á Facebook

Sjáumst hress á dýnunni!