Rauðvínsjóga í kvöldsólinni

Núna á fimmtudaginn er spáð alveg glimmradi góðu veðri og að því tilefni ætla ég að bjóða upp á pop-up rauðvínsjóga í kvöldsólinni í Garðabænum.

Margir hafa verið að velta því fyrir sér hvað rauðvínsjóga eiginlega er. En rauðvínsjóga er í raun bara hefðbundið jóga nema með rauðvínsglasi! Gert til að hafa gaman auðvitað og teygja smá á. Tímarnir ættu að henta öllum, byrjendum sem lengra komnum, þannig ef þér finnst rauðvín gott en hefur aldrei prófað jóga, þá er þetta rétta tækifærið!

Við tökum nokkrar sitjandi stöður þar sem við stoppum við og kynnumst rauðvíninu. Síðan stöndum við aðeins upp og tökum mögulega eina jafnvægisæfingu upp á gamanið. Síðan förum við aftur í kósýheitin í sitjandi stöðum og tökum svo góða slökun í lokin.

Nánar um atburðinn hér: https://www.facebook.com/events/2664425670467444/

Endilega skráðu þig og komdu og vertu með!