Kisujóga snýr aftur í Kattholti á alþjóðlegum jógadegi 2020, þann 21. júní.
Það verða tveir tímar í boði, kl. 13 og kl. 14.30.
Að þessu sinni er þetta kallað kettlingajóga þar sem 4 yndislegir kettlingar í heimilisleit verða í salnum með okkur. Þvílík hamingja!
Ef þú ert ekki búin/n að bóka þig ennþá þá held ég að það séu enn nokkur laus pláss. Hafið samband á kattholt@kattholt.is til að tryggja þér pláss.
- Viðburðurinn á Facebook
- Viðtal við mig hjá K100 á mbl.is
- Viðtal á K100 í útvarpinu við Jóhönnu hjá Kattholti um kettlingajóga.
