Nú keppast allir við að koma sér betur fyrir í stafrænum heimi sökum Covid-19 faraldursins.
Margar stöðvar bjóða upp á lokaða hópa á Facebook fyrir áskrifendur þar sem fram fara “live” tímar sem hægt er að taka þátt í heima eða horft á og gert með seinna.
En svo eru líka margir sem bjóða upp á fría tíma á netinu sem allir geta nýtt sér. Í flestum tilfellum þarftu aðeins að eiga dýnu eða eitthvað aðeins mýkra undirlag til að geta tekið þátt.
Ég er búin að taka saman lista yfir íslenskt frítt efni, jógatíma, hugleiðslur og aðra líkamsrækt, svo nú er engin afsökun fyrir því að gera ekki neitt.
Fríir jógatímar á íslensku
Amarayoga í Hafnarfirði er komin með nokkra tíma á Youtube sem þau deila frítt.
Yoga & heilsa í Ármúlanum er einnig með nokkra tíma fría á Youtube ásamt hugleiðslum, en þau tilkynntu í dag á Facebook að nýr tími kæmi núna alla virka daga.
Heiðbrá jógakennari hjá Áróra Yoga í Sporthúsinu er með Facebook grúppu sem heitir Online Yoga með Heiðbrá og er með jógatíma “live” á nánast hverjum degi, alveg frítt! Allir geta komið í hópinn.
Iceland Power Yoga í Kópavogi býður upp á fría “live” tíma, en það þarf að skrá sig fyrirfram á vefnum þeirra og fara tímarnir fram í gegnum Zoom appið sem maður þarf að vera búinn að setja upp á símanum eða tölvunni.
Om setrið Reykjanesbæ er með fría jógatíma og söngskála hugleiðslur á Facebook og byrja með daglega “live” jógatíma þann 20. apríl n.k.
Namaste Yoga – María Olsen er með nokkra fría jógatíma á sinni Facebook og fleiri á leiðinni.
Yogasmiðjan í Grafarvogi er með nokkra 30 mínútna tíma á Facebook hjá sér, bæði jóga, hugleiðslu og léttar æfingar.
Jógasetrið er með frían Kundalini jógatíma, stólajóga og nidra slökun, og fjölskyldujóga á Vimeo.
Þór Jóhannesson jógakennari í World Class er kominn með einn frían jógatíma á Youtube.
Reebok Fitness er með nokkra fría jógatíma á Facebook síðu sinni ásamt fullt af öðrum æfingum og dansi.
Reykjavik Yoga er með eitthvað af tímum “live” í gegnum Zoom, en þeir tilkynna eventinn á Facebook. Athugið að tímarnir eru þó á ensku hjá þeim.
Svo er auðvitað hellingur á Youtube, Appstore og Playstore þar sem hægt er að nálgast frítt efni til að stunda jóga heima.
Frí hugleiðsla á íslensku
Elín Vigdís býður upp á daglega hugleiðslu á vefnum sínum sem hún kallar Kórónuhugleiðsla.
Auður Bjarnadóttir býður upp á hugleiðslu hjá Hringbraut.
Systrasamlagið er með tvær möntruhugleiðslur á Facebook.
Yogatma er með eina góða djúpslökun og nokkur önnur myndbönd á Youtube.
Yoga ræs með Arnóri býður upp á allnokkra fríar hugleiðslur á Facebook.
Ómur yoga á Akureyri býður upp á hugsleiðslu, gongslökun einnig nokkur jógamyndbönd.
Guðni hjá Rope yoga setrinu býður upp á nokkrar hugvekjur á Facebook.
Yoga & heilsa eru með eitt myndband af Pranayama og hugleiðslu á Youtube.
Lótushúsið í Garðabænum er komið með frítt app þar sem boðið er upp á allskonar hugleiðslu.
Reykjavík Yoga býður upp á hugleiðsla á ensku alla virka morgna kl. 9. Einnig hægt að horfa á seinna á Facebook.
Svo er internetið auðvitað fullt af allskonar leiðbeinginum um hvernig sé hægt að hugleiða. Í náminu mínu í Indlandi fórum við í gegnum nokkar hugleiðslur frá Osho, sem er margar hverjar mjög öðruvísi. Maður þarf bara finna út hvað henntar best en það er skemmtilegt að prófa eitthvað öðruvísí líka.
Önnur líkamsrækt
Sporthúsið birtir æfigar á hvejum degi sem hægt er að gera heima.
World Class í samstarfi við Nocco hefur birt nokkrar æfingar undir myllumerkinu #höldumáfram.
Reebok Fitness er fullt af allskonar líkamsrækt á Facebook síðunni sinni.
Veistu um eitthvað meira?
Ef þú veist um eitthvað meira máttu endilega senda á mig línu og ég skal bæta því hér við.
