Vegan smørrebrød, er það hægt?

Ó já það er sko hægt!

Nú eru komin allskonar vegan álegg sem hægt er að kaupa í búðinni og ég tala nú ekki um sósurnar frá Jömm. Þannig nú er sko aldeilis hægt að leika sér með hugmyndir.

Þvílíka dásemdin!

Í sumar var ég með æði fyrir að nota Gardein vörurnar sem áleggið. Mitt uppáhalds var að nota Golden Fishless filet, hita það fyrst í ofni og vera síðan með gróft kornbrauð (t.d. Lífskorn frá Myllunni), leggja ofaná það salatblað, síðan fiskilausa filletið, skella vænni slummu af Jömm Remölaði ofan á, steiktum lauk, súrsuðum chilli gúrkum frá Akri ofan á og svo einhverskonar skraut þar næst ofan á. Man aldrei hvað þetta heitir þetta græna langa eins og sést hér á myndinni:

Louis kisinn minn sést þarna kíkja á gúmmilaðið.

Önnur gerð af næstum alveg nákæmlga sama kombó er að nota Tofurky Roast beef í stað Gardein Fishless Filet. Það er líka fáránlega gott.

Önnur uppáhalds útgáfa er að nota Gardein Chipotle lime fingers og hita í ofni. Skera það síðan í tvennt langsum (svo þykkir bitir), nota svo gróft brauð, salatblað ofaná, næst djúsí tómatar (mæli sérstaklega með þessum plómutómötum frá Akri), síðan að leggja ofan á Chipotle lime fingers, góðri slummu af Jömm Aiöli, jafnvel smá avocado sneiðar og skreyta með spírum eða jafnvel vorlauk.

Ég er ekki búin að tilraunast mikið með önnur álegg eða öðrum gerðum af grænmeti en valmöguleikarnir eru endalausir með öllu þessu sem er nú til í vegandeildinni. En ég gerði svo mikið af þessu á síðustu mánuðum að ég verð að pása þetta í nokkra mánuði svo ég fái ekki ógeð!