Kisu jóga í Kattholti

Fyrir viku síðan hélt Kattholt í fyrsta skipti hér á Íslandi kisu jóga þar sem allur ágóði rann beint til Kattavinafélagsins.

Var ég svo heppin að fá að leiða hópinn í þessu dásamlega kisu jóga þar sem ég kenndi rólegar stöður og á meðan voru nokkrir kettir á vappi um salinn og gafst iðkendum færi á að klappa kisunum þegar þær stöldruðu við hjá þeim.

Kisurnar voru allar rosalega ljúfar og góðar og nudduðu sig upp við mann í hinum ýmsu stöðum.

Einstaka sinnum heyrðist í einni kisunni vera að spjalla með sem fékk allan hópinn til að hlægja.

Þetta var einstök upplifun fyrir bæði mig sem jógakennara og iðkendur sem voru sumir hverjir að mæta í fyrsta skipti á ævinni í jóga.

Kisu jógað fékk svo góðar viðtökur að seldist upp á viðburðinn strax á fyrsta degi. Svo annar viðburður er strax kominn í sölu, næsta kisu jóga verður laugardaginn 19. október kl. 13, sjá nánar hér.