Annar tíminn í jógakennaranáminu fór fram helgina 15. og 16. september. En þessi helgi var tileinkuð anatómíunni eða líffærafræðinni, “The key muscles of yoga” eins og bókin heitir sem við notuðumst við.
Við fengum sjúkraþjálfara til að fara yfir anatómíuna með okkur og það var svo skemmtilegt hvað hún var hugfangin af mannslíkamanum að henni tókst einhvernveginn að draga okkur allar með sér í þetta. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að það væri svona gaman að læra um beinin og vöðvana í líkamanum.
Við byrjuðum laugardagsmorguninn að læra nöfnin á öllum “kennileitunum” sem eru notuð til að lýsa hvar eitthvað er staðsett á líkamanum.
- Medial – Nær miðju
Closer to the midline of the body. - Lateral – Fjær miðju
Away from the midline of the body. - Proximal – Nær líkama
Closer to the trunk or mid line of the body. - Distal – Fjær líkama
Away from the trunk or midline of the body. - Anterior – Framanverður líkami
Toward the front of the body. - Posterior – Aftanveðrur líkami
Toward the back of the body.
Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um beinin
- Það eru 208 bein í mannslíkamanum, þar af eru 80 einungis í hryggjarsúlunni (Vertebral Column).
- Bein eru mjúkvefur.
- Beinþynning gerir beinin brothætt og beinmassinn minnkar.
- Rannsóknir hafa sýnt fram á jógaástundin geti komið í veg fyrir beinþynningu.
- Upptök (orgin) og festa (insertion) vöðvanna fara alltaf í beinhimnuna (periosteum).
Grundarvallar beinin sem notuð eru í jóga
- Clavicle – Viðbein
- Scapula – Herðablað
- Sternum – Bringubein
- Humerus – Upphandleggsbein
- Radius (lateral) – Geislabein / sveif
- Ulna (medial) – Olnbogabein
- Ilium – Mjaðmaspjald / spaði
- Sacrum – Spjaldhryggur
- Pubis – Lífbein / setbein / þjóbein
- Femur – Lærleggur
- Patella – Hnéskel
- Fibula – Sperrileggur / dálkur
- Tibia – Sköflungur