Fyrsti tíminn í jógakennara skólanum

Þann 1. september 2018 byrjaði ferðalagið mitt í átt að því að verða jógakennari. Námið tekur mig 9 mánuði og fer fram í Amarayoga, lítil jógastöð á Strandgötunni í Hafnarfirði. Stöðin er í eigu Ástu Maríu Þórarinsdóttur og sér hún einnig um kennsluna. Mér líður pínu eins og ég hafi dottið í lukkupottinn að hafa valið mér þennan jógakennaraskóla frekar en einhvern annan, því við fáum ótrúlega persónulega kennslu þar sem við erum einungis 10 í bekknum. Ég hef allavega mjög góða tilfinningu fyrir þessu.

Kennslan hófst með spurningunni “Hvað er jóga?”

Ég hafði svo sem aldrei hugleitt það neitt sérstaklega hvað jóga er, en frekar haldið að þetta væru bara teygjutímar. En jóga er svo miklu meira en það, en auðvitað getur hver og einn ákveðið það fyrir sig.

Við fengum þrjár bækur sem Ásta sjálf hefur skrifað og verða kenndar í vetur, ásamt bókinni The Key Muscles of Yoga. Svo verður æfingakennsla auðvitað tekin fyrir.

Þetta blogg mitt yfir þennan tíma meðan ég er í náminu verður vonandi hálfgerð dagbók um jóganámið, hvernig það gengur og hvað ég er að læra.

En þá aftur til spurningarinnar “Hvað er jóga?”. Í einni bókinni sem við fengum þá stendur að til þess að einfalda þá þýðir það “að tengja”, en myndi þá leiða að spurningunni “að tengja hvað við hvað?”. Þetta er ansi djúpt og varð ég auðvitað bara að googla þetta og skoða fleiri svör á netinu og fann þrjár nokkuð góðar lýsingar:

Greinin á Yogajournal.com fannst mér hafa nokkuð góð svör hvað jóga er:

“…yoga is unique because we connect the movement of the body and the fluctuations of the mind to the rhythm of our breath. Connecting the mind, body, and breath helps us to direct our attention inward. Through this process of inward attention, we learn to recognize our habitual thought patterns without labeling them, judging them, or trying to change them. We become more aware of our experiences from moment to moment. The awareness that we cultivate is what makes yoga a practice, rather than a task or a goal to be completed. Your body will most likely become much more flexible by doing yoga, and so will your mind.”

Við lásum einnig örlítið um Hinduisma í þessum fyrsta tíma. Það er svolítið skemmtileg trú, svo margar myndir af guði og allskonar undarlegar sögur. Gömlu heimspekingarnir sögðu að jóga væri leið til að finna út hvað maður þráir og hvað er rétt fyrir sig. Til finna sinn tilgang, sitt dharma eins og þeir kalla það. Til dæmis það að vinnan verður ekki lengur vinna, heldur tilgangur lífsins.

Við fórum einnig aðeins yfir lífstíl jógans. Hinn einfaldi lífstíll jógans er að uppfylla aðeins grunnþarfirnar, matur, skjól og fatnaður. Allt annað er óþarfi. Óþarfi sem getur truflað það sem virkilega skiptir máli. Og jóginn þarf að gefa upp allan vana. Það er að venja sig ekki á neitt. Því vanar geta stjórnað okkur. Einungis lifa einföldu lífi án lyga. Taka öllu sem það sé að láni því allt getur horfið á augabragði. Við búum til okkar eigið karma og jóginn lifir samkvæmt því.

Mér þykir þetta falleg hugsjón, sérstaklega að taka öllu sem það sé einungis að láni. Hugsandi um allt plastið og bara draslið sem maður kaupir yfir ævina. Það er ekki eins og þetta drasl hverfi með okkur þegar við deyjum.

En ég hlakka til að læra meira!

Nokkrar glósur sem ég skrifaði í þessum tíma:

  • Asana: þýðir jógastaða, eða staða í jóga.
  • Tantra: er tenging við líkamann en hinn vestræni heimur er aðeins búinn að skemma upphaflegu meininguna.
  • Hver er ég? Gnana yoga rökhugsun…  “ef ég missi hönd eða fót, er þá ekki lengur ég?”, “Ég er ekki fóturinn né höndin á mér..”, “Ég er kennari en ef ég hætti að kenna missi ég þá part af mér og verð ekki lengur ég?”