Djúsí crepes með banana og súkkulaðisósu

Þessar eru alveg djúsí fyrir allan peninginn sko! Tilvalið í spari morgunmat á föstudögum eða um helgar, eða sem millimál og jafnvel sem eftirréttur.

Uppskriftin, innihaldið og aðferðin er alveg súper einfalt…

IMG_20160213_151241

Innihaldið er:

Það er reyndar ágætt að búa stundum til tvöfalda uppskrift af horuðu súkkulaðisósunni og eiga hana bara tilbúna inní ískáp og geta gripið í þegar á henni er þörf.

Aðferðin:

Panna hituð á ca. 3-4, spreyjuð með PAM spreyji eða smyrja með smá kókosolíu.
Egginu ásamt eggjahvítunum er skellt á pönnuna þegar hún er orðin smá heit og hrært saman með spaða. Vanilludropum bætt út í og hrært meira. Ég nota svona sirka teskeið af þeim.

IMG_20160213_151432

Þessu leyft aðeins að malla, á meðan er bananinn skorinn niður í sneiðar og honum svo raðað á rúmlega helminginn á pönnunni. Kókosmjölinu er svo stráð yfir, en passið að geyma örlítið af því til að setja ofan á súkkulaðisósuna í lokin.

IMG_20160213_151842

Ég set yfirleitt lokið aðeins á pönnuna til að elda bananana, þegar hinn helmingurinn án bananans er orðinn nær eldaður í gegn nota ég spaði og set hann yfir banana helminginn og leyfi að malla með lokið á í örfáar mínútúr, eða þar til þið sjáið að eggið er ekki lengur lekandi.

Því næst er crepes-ið fært yfir á disk, sirka matskeið af horuðu súkkulaðisósunni er makað yfir og skreytt með restinni af kókosmjölinu.

IMG_20160213_152731

Voilá! Og verði ykkur að góðu!

sukkuladicrepesmedbanana