Sykurlausar bolludagsbollur

Hvað er betra en að geta troðið í sig bolludagsbollu án þess að fá samviskubit yfir því sem maður er að setja ofaní sig?

Ég er búin að mastera bolludagsbolluna án þess að nota neinn sykur og rjóma. Hver bolla inniheldur sirka 230 kcal svo maður getur alveg gúffað í sig tveim ef maður fer á æfingu sama dag 🙂

Það sem þarf til í þessi lekkerheit er:

  • Eina vatnsdeigsbollu (ég keypti svona 6 í pakka frá Myllunni en það má auðvitað baka sínar eigin. 1 svona bolla er um 25 gr og innihledur 118 kcal)
  • 1 tsk sykurlausa sultu. Ég nota St. Dalfour Red Raspberry.
  • Súkkulaðikókosrjóma (sjá uppskrift neðar) u.þ.b. 1 feit matskeið (ca. 48 gr)
  • Smá slurp af horaðri súkkulaðisósu (sjá uppskrift neðar) sem ég lærði að búa til á matreiðslunámskeiði Röggu Nagla.
IMG_20160207_151056
Allt innihaldið

Súkkulaðikókosrjómi

Þetta er eins gott og það hljómar.. ég gæti borðað þetta bara með skeið en maður þarf samt að fara varlega í þetta, þetta inniheldur alveg nokkrar kaloríur þótt þetta sé auðvitað bara holl fita.

Innihald:

  • 1 dós kæld kókos mjólk
    Það þarf að kæla hana í nokkra klukkutíma því þá harðnar mjólkin í dósinni og maður skefur hana uppúr en notar ekki restina af vatninu. Best að setja það bara í sér ílát og nota t.d. í boost.
  • 2 msk Hershey’s ósykrað kakóduft (fæst í Hagkaup, Nettó og víðar)
  • 2 msk NOW ósykrað Hot cocoa (fæst í Nettó)

IMG_20160207_151115

Þykka hlutanum af kókosmjólkinni er skellt í skál eða upphátt ílát og hrært (ég nota þeytarann á töfrasportanum mínum).  Mjólkin er þeytt þar til hún lítur út eins og hrærður rjómi. Þá bæti ég við báðum kakóum útí og hræri fyrst varlega til að ekki fjúki kakó útum allt og svo er þetta þeytt alveg á milljón þar allt er vel blandað saman.

IMG_20160207_151814
Súkkulaðikókosrjóminn klár!

Athugið að það verður heilmikið súkkulaðibragð af þessu. Ef þið viljið frekar finna meira kókosbragð notið þá 1 msk af hvoru kakói fyrir sig. Svo er auðvitað hægt að prófa sig bara áfram og finna út hvað manni finnst best.

Horuð súkkulaðisósa – lært af Röggu Nagla

Ragga Nagli hefur kennt ýmsar útgáfur af þessari sósu en ég er búin að blanda mína eigin eins og mér finnst hún best.

Innihald:

  • 2 msk Hershey’s ósykrað kakóduft
  • 2 msk NOW ósykrað Hot cocoa
  • 1 msk NOW Erythritol
  • 5 msk Isola ósykruð möndlumjólk (fæst í Hagkaup, Nettó og fleiri stöðum)

Allt sett í skál og hrært saman.

IMG_20160207_152224
Súkkulaðisósan ready!

Nú þegar allt er klárt fyrir bolluna er bara að skera hana í sundur, skella smá sultu á milli, eina væna matskeið af súkkulaðirjómanum og sulla svo horuðu súkkulaðisósunni ofaná.

Algjör sjúkheit!

IMG_20160207_153107
Svo er bara að borða og njóta!

innihald